Um okkur
Salsastöðin er nýr Salsadansskóli í Reykjavík stofnaður af Pálmari Erni Guðmundssyni.
Salsastöðin býður nemendum upp á dansnámskeið í Salsa, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Kennararnir hafa verið í fararbroddi í kennslu Salsa á Íslandi undanfarin ár. Námskeiðin miðast við að gera byrjendur fljótt danshæfa og örugga á dansgólfinu. Ásamt því að hjálpa þeim sem lengra eru komnir að þróa dansinn enn frekar. Eitt af aðal markmiðunum er að þetta sé skemmtilegt og nemendur upplifi gleði við það að ná tökum á dansinum, enda er Salsa dans gleðinnar.
Salsastöðin
“Það er tvennt sem við gerum of lítið af, það er að syngja og dansa.”
— Pálmar Örn Guðmundsson