Kennarar
Pálmar Örn Guðmundsson
Pálmar, stofnandi Salsastöðvarinnar, hefur kennt Salsa frá því 2018.
Ég segi alltaf að Salsa sé næring fyrir sálina og því finnst mér að dans eigi að vera hluti af lífinu. Markmiðið mitt er að kenna Salsa í umhverfi þar sem gleðin er í fyrirrúmi. Þetta á að vera skemmtilegt þó það geti stundum verið krefjandi, það eiga alltaf að vera augnablik fyrir bros.
Erna Óladóttir
Erna hefur kennt Salsa frá því 2022.
Að dansa Salsa fær mann til að lifa í augnablikinu og gleyma öllu sem er að trufla hugann. Að dansa Salsa er því ekki bara gott fyrir hjartað heldur hugann líka. Ekkert er betra en að dansa þar til fæturnir verða þreyttir og lúnir.
Íris Fjóla Bjarnadóttir
Íris hefur kennt Salsa frá því 2019
Það sem er svo heillandi við Salsa er ekki bara dansinn sem slíkur, heldur allt það fólk sem maður kynnist í gegnum Salsa. Að tilheyra stóru og skemmtilegu samfélagi fólks sem finnst gaman að dansa er svo æðislegt.